Ronaldo fagnar afmæli tvíburanna

Samsett mynd.

Fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo og kærasta hans, fyrirsætan Georgina Rodríguez fögnuðu á dögunum 5 ára afmæli tvíbura sinna. 

Ronaldo og Rodríguez eiga samtals fimm börn saman, Cristioano Jr. sem er ellefu ára, tvíburana Evu og Mateo sem eru fimm ára, Alönu sem er fjögurra ára og Bellu sem er eins mánaða. 

Á afmælisdaginn deildi Ronaldo mynd af þeim Evu og Mateo, þar sem hann skrifaði fallegan texta til þeirra. „Til hamingju með afmælið elskurnar mínar. Pabbi gæti ekki verið stoltari af ykkur, haldið áfram að vera hamingjusöm með fallegu brosin ykkar. Ég elska ykkur svo mikið.“

Rodríguez deildi myndum og myndskeiðum úr afmælisveislu tvíburanna, þar sem nokkur þemu voru í gangi. Að sjálfsögðu var fótboltaþema ásamt Frozen, kappakstursbílum og ofurhetjum. 

mbl.is