Sonur Millu og Einars skírður í 100 ára gömlum kjól

Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir skírðu son sinn í …
Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir skírðu son sinn í dag. Myndin var tekin á kosningakvöldinu í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Milla Ósk Magnúsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og komandi borgarstjóri, skírðu son sinn í dag. Drengurinn fékk nafnið Emil Magnús og er Einarsson. 

„Þá er hann kominn með nafnið sitt! Emil Magnús Einarsson var skírður í dag. Dásamlegt að fylla húsið af fólkinu okkar og gleðjast saman. Séra Sigurður Árni skírði með sínum hlýja og glaðlega hætti, Sigurður Guðmundsson galdraði fram ástina með söng og spili og Soffía Kristín flutti frumsamið lag og texta við undirleik undirritaðs. Heimili og fánastöng fengu blessun í leiðinni. Það er á svona dögum sem maður fyllist þakklæti fyrir að eiga ástríkan hóp fjölskyldu og vina. Og Emil Magnús litli sýndi sínar bestu hliðar í tæplega 100 ára gömlum skírnarkjól sem ættbogi minn hefur notað síðan Kristín amma var skírð í honum 1926. Gleðilegan þjóðhátíðardag,“ segir Einar á Instagram-síðu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert