Sameina krafta sína í barnauppeldinu

Zayn Malik og Gigi Hadid eru ekki lengur par.
Zayn Malik og Gigi Hadid eru ekki lengur par. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid og tónlistarmaðurinn Zayn Malik eru sögð eiga í kærleiksríku sambandi þrátt fyrir að upp úr ástarsambandi þeirra flosnaði seint á síðasta ári. 

Parið eignaðist saman dótturina Khai í september 2020 en fljótlega fór að halla undan fæti í ástarsambandinu sem endaði með sambandsslitum ári síðar. Hvað sem því líður hafa þau Hadid og Malik tekið meðvitaða ákvörðun um að annast dóttur sína jafnt og þétt. Taka þau bæði virkan og sameiginlegan þátt í barnauppeldinu og eru sögð eiga í góðu sambandi þrátt fyrir áskoranirnar sem á vegi þeirra hafa verið upp á síðkastið.

„Þau hata ekki hvort annað og gera það besta sem þau geta til sinna uppeldinu á 21 mánaða gömlu barni sínu,“ er haft eftir heimildarmanni sem gaf sig á tal við fréttamiðilinn Us Weekly á dögunum. 

Heimildarmaðurinn uppljóstraði því að Hadid og Malik búi ekki lengur saman en þau séu þó oft gestkomandi á heimilum hvors annars til að Khai litla fái að verja jöfnum tíma með báðum foreldrum sínum. Verður það að teljast aðdáunarvert þegar foreldrar eru færir um að ýta hégómanum til hliðar og setja börn sín og barnauppeldið í forgang.

mbl.is