Nær bestu myndunum af börnunum

Katrín hertogynja elskar að taka myndir og er talin mjög …
Katrín hertogynja elskar að taka myndir og er talin mjög fær ljósmyndari. AFP

Katrín hertogynja er afar fær ljósmyndari og tekur alltaf sjálf fjölskyldumyndirnar sem marka ákveðin tímamót í lífi barnanna. Oft þegar þau eiga afmæli eða á fyrsta skóladeginum.

„Það sem gerir myndirnar hennar sérstakar er það hvernig hún nær fram einhverju sérstöku hjá börnunum sem aðeins foreldri getur náð fram. Þetta gerir myndirnar sérstaklega heillandi,“ segir Ingrid Seward hjá Majesty Magazine.

„Hertogynjan lærði ljósmyndun og vann um stund sem aðstoðarmaður ljósmyndara. Hún hefur þróast í mjög færan ljósmyndara og nær börnunum sínum vel á mynd.“

Arthur Edwards ljósmyndari The Sun sérhæfir sig í að taka myndir af kóngafjölskyldunni. Hann tekur undir með Seward.

„Ég elska sérstaklega myndina þar sem Vilhjálmur situr í rólunni ásamt börnunum þremur. Ég hefði drepið fyrir að ná þessari mynd. Allir eru að hlæja að mömmu sinni, og maður veit að það er aðeins mamma eða pabbi sem geta náð slíku fram. Þetta er algjör gullmoli.“

Þessi mynd þykir sérstaklega góð.
Þessi mynd þykir sérstaklega góð. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGEAFP/

„Ég er mikill aðdáandi Katrínar sem ljósmyndara, hún hefur náð góðum tökum á listinni. Myndirnar hennar eru vel uppbyggðar, lýsingin er falleg og hún er auðvitað með bestu viðfangsefnin. En skilar sínu vel þrátt fyrir þá forgjöf.“

Katrín hertogynja tók þessa mynd þegar Karlotta prinsessa varð sjö …
Katrín hertogynja tók þessa mynd þegar Karlotta prinsessa varð sjö ára. AFP
Þessa mynd tók Katrín í fríi þeirra til Jórdaníu og …
Þessa mynd tók Katrín í fríi þeirra til Jórdaníu og birti í tilefni af feðradeginum. Skjáskot/Instagram
Lúðvík yngsti sonur Vilhjálms og Katrínar varð fjögurra ára á …
Lúðvík yngsti sonur Vilhjálms og Katrínar varð fjögurra ára á dögunum og þá tók Katrín þessa mynd af honum. AFP
Katrín vinnur gjarna með börnum og leiðbeinir þeim í ljósmyndun.
Katrín vinnur gjarna með börnum og leiðbeinir þeim í ljósmyndun. AFP
Loðvík á leið í leikskólann.
Loðvík á leið í leikskólann. AFP
Georg prins sex ára.
Georg prins sex ára. AFP
Katrín tók þessa mynd af Georgi prins með litlu systur …
Katrín tók þessa mynd af Georgi prins með litlu systur nýfæddri. AFP
mbl.is