„Dóttir mín er ekki einhverf“

Rapparinn Cardi B á Met Gala hátíðinni 2022.
Rapparinn Cardi B á Met Gala hátíðinni 2022. AFP/Angela Weiss

Rapparinn Cardi B svarar nettröllum sem segja dóttur hennar vera einhverfa. Notendur Twitter hafa stundað það að setja út á Cardi og hæfni hennar í móðurhlutverkinu. Cardi á fjögurra ára dótturina, Kulture, og níu mánaða soninn, Wave, með rapparanum Offset.

Notandi á Twitter sagði að Cardi ætti að eyða minni tíma á miðlinum og sýna börnunum sínum meiri athygli. Þá sagðist hann einnig viss um að dóttir hennar, Kulture, væri einhverf.

„Dóttir mín er ekki einhverf, þið getið ekki sagt að hún sé ljót þannig þið búið til greiningu á barnið,“ sagði Cardi og lét þá spurningu fylgja hvers vegna fólk sem talaði svona væri að sjálft að ala upp börn yfirhöfuð. 

Margir aðdáendur Cardi studdu við hana varðandi svar hennar við þessum ásökunum á meðan aðrir bentu á að það að kalla einhvern einhverfan væri alls ekki móðgun en margir upplifðu að Cardi hafi tekið því sem styggðaryrði.

Það virðist sem að það skipti ekki máli hvað Cardi gerir eða segir, það er alltaf hægt að setja út á hana eða snúa út úr orðum hennar. 

mbl.is