Svona er hún viku eftir fæðingu

Tammy Hembrow með viku milli bili
Tammy Hembrow með viku milli bili

Líkamsræktar áhrifavaldurinn Tammy Hembrow birti mynd af sér viku eftir fæðingu. Hembrow eignaðist dótturina Posy með unnasta sínum, Matt Poole. Þetta er þeirra fyrsta barn saman en þriðja barn Hembrow.

Líkamsvöxtur Hembrow hefur vakið mikla athygli en hún virðist vera komin í svipað form og hún var í fyrir meðgöngu eða aðeins sjö dögum eftir fæðingu. Hún hefur hlotið mikið lof á samfélagsmiðli sínum en það eru einnig aðrir sem setja út á áhrifavaldinn. Hembrow átti erfiða fæðingu og missti mikið blóð að eigin sögn. Hún hefur verið að taka því rólega frá því að dóttir hennar kom í heiminn. 

Hembrow vakti mikla athygli fyrir það sama eftir að hún átti fyrstu tvö börnin sín. Það virðist sem að líkami hennar sé fljótari en flestir að jafna sig eftir barnsburð. Hembrow æfir mikið og hugsar um hvað hún borðar. Hún stundaði líkamsrækt nánast alla meðgönguna sína. 

View this post on Instagram

A post shared by Tammy 🐚 (@tammyhembrow)

mbl.is