Engin flíspeysumamma

Söngkonan Leona Lewis er eins og gull sem glóir á …
Söngkonan Leona Lewis er eins og gull sem glóir á meðgöngunni. Samsett mynd.

Tónlistarkonan Leona Lewis á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Dennis Jauch. Lewis er langt frá því að vera flíspeysumamma og er sérlega lunkin við að klæða óléttukúluna.

Parið kynntist fyrir 12 árum á tónleikaferðalagi og giftu sig svo árið 2019. Nú bíða þau spennt eftir frumburðinum sem er væntanlegur í sumar. 

Hin 37 ára gamla Lewis gerði það gott í tónlistarheiminum eftir að hún vann þriðju seríu The X Factor í Bretlandi. Hún var um tíma ein vinsælasta söngkona Bretlands og hefur gefið út smelli á borð við Bleeding Love og Better in Time. 

Lewis tilkynnti óléttuna á Instagram reikningi sínum fyrr á árinu. „Hlakka til að sjá þig í sumar,“ skrifaði hún við myndina. 

mbl.is