Loki verður pabbi

Tom Hiddleston og Zawe Ashton eiga von á sínu fyrsta …
Tom Hiddleston og Zawe Ashton eiga von á sínu fyrsta barni. AFP

Leikaraparið Tom Hiddleston og Zawe Ashton eiga von á sínu fyrsta barni. Hiddleston er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Loki Laufeyjarson í kvikmyndum Marvel. 

Hiddleston og Ashton trúlofuðu sig fyrr á árinu, en þau kynntust fyrst þegar þau léku hjón í leikritinu Betrayal á Brodway árið 2019. Sama ár opinberuðu þau samband sitt. 

Ashton frumsýndi óléttukúluna á rauða dreglinum í glæsilegum kjól frá Sabina Bilenko, en það var Vogue sem greindi fyrst frá óléttunni eftir að hafa skyggnst bakvið tjöldin fyrir viðburðinn. 

Zawe Ashton var glæsileg á rauða dreglinum í New York …
Zawe Ashton var glæsileg á rauða dreglinum í New York á dögunum. AFP
mbl.is