Faðir í fimmta skiptið

Fimm barna faðir
Fimm barna faðir Skjáskot/Instagram

Leikarinn Brian Austin Green er orðin faðir í fimmta skiptið. Hann og kærastan hans Sharna Burgess eignuðust soninn Zane Walker Green fyrr í vikunni. Þau hafa verið saman í tæp tvö ár en parið byrjaði að hittast í október 2020. Burgess er dansari og er þekktust fyrir störf sín í þáttunum Dancing with the Stars.

Leikarinn var áður giftur leikkonunni Megan Fox í 11 ár og eiga þau saman þrjú börn, Noah níu ára, Bodhi átta ára og Journey fimm ára. Hann á einnig tvítugan son Kassius, með leikkonunni Vanessu Marcil.

mbl.is