Hélt að hún ætti að heita Elísabet

Elísabet II Bretlandsdrottning er sögð hafa verið hissa á nafnavalinu.
Elísabet II Bretlandsdrottning er sögð hafa verið hissa á nafnavalinu. AFP

Elísabet II Bretlandsdrottning er sögð hafa orðið hissa þegar hún frétti af nafni nýjasta langömmubarnsins Lilibet. Hún hafði gert ráð fyrir að stúlkan fengi nafnið Elísabet. Þetta segir Nicky Haslam sem er nákominn bresku konungsfjölskyldunni.

Í nýlegu hlaðvarpi heldur Haslam því fram að drottningin hafi haldið að stúlkan fengi nafnið Elísabet og var brugðið þegar í ljós kom að hún var skírð Lilibet sem er gælunafn drottningarinnar.

„Ég frétti að Harry hefði hringt í drottninguna og sagst ætla að skíra stúlkuna í höfuðið á henni. Hún hafi svarað glöð í bragði: „En fallegt af þér, takk fyrir,“ haldandi að hann væri að meina nafnið Elísabet. Þannig að þau fengu blessun hennar, en sögðu henni aldrei nafnið.“

Þá segir Haslan að þau hefðu miklu frekar átt að nefna stúlkuna í höfuðið á móður Meghan en hún heitir Doria. 

„Af hverju í ósköpunum skírðu þau hana ekki Doriu? Það er afar fallegt nafn.“

Margir urðu forviða í Bretlandi þegar Harry og Meghan ákváðu að nota gælunafn drottningar á barn sitt og misvísandi sögur um hvernig staðið var að því. Harry neitar að hafa valið nafnið án þess að bera það undir drottninguna. En nú styður þessi saga þær sagnir að eitthvað hafi misfarist í ferlinu.

Lilibet-nafnið hefur sérstaka merkingu fyrir drottninguna þar sem það nafn var mikið notað af föður hennar svo og eiginmanni hennar Filippusi prins.

Lilibet Diana á eins árs afmæli sínu.
Lilibet Diana á eins árs afmæli sínu. mbl.is/Instagram
Harry og Meghan komu drottningunni á óvart með nafnavalið.
Harry og Meghan komu drottningunni á óvart með nafnavalið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert