Kristján prins tekinn úr skólanum

Kristján prins sótti Herlufsholm skólann í Danmörku. Þar viðgekkst mikið …
Kristján prins sótti Herlufsholm skólann í Danmörku. Þar viðgekkst mikið ofbeldi.

Búið er að ákveða að Kristján prins hætti í Herlufsholm menntaskólanum. Mikið fjölmiðlafár hefur staðið um skólann en hann er sakaður um að hafa leyft einelti og ofbeldi af ýmsu tagi að viðgangast.

Þessu var ljóstrað upp í heim­ildaþætti um skól­ann sem sýnd­ur var á dög­un­um. Þar var rætt við 50 fyrr­verandi nem­end­ur skól­ans sem sögðu far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Í fyrstu ætluðu Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa að bíða og sjá hvað rannsókn myndi leiða í ljós. Að endingu hafa þau ákveðið að taka elsta son sinn úr skólanum og ekki stendur lengur til að Ísabella fari í skólann.

Verið er að skoða aðra kosti eins og til dæmis Le Rosey í Rolle, Sviss, en sá skóli er jafnan kallaður skóli konunga.

mbl.is