Ætlar að láta fjarlægja lausa húð

Cardi B veit hvernig hún vill lýta út.
Cardi B veit hvernig hún vill lýta út. AFP/RodinEckenroth

Rapparinn Cardi B ætlar í lýtaaðgerð á maganum. Hún er með lausa húð eftir að hafa átt sitt annað barn í september 2021, soninn Wave. Hún segir á instagram hjá sér að hún viti að þetta sé ekki hræðilegt en að aukahúðin fari í taugarnar á sér. Hún fór í fitusog árið 2019 eftir að hún átti dóttur sína Kulture. 

Cardi hefur alltaf talað opinskátt um þær aðgerðir sem hún hefur farið í og útskýrir hvers vegna hún fer í þær. Hún lét laga á sér andlitið til að bæta upp fyrir að hafa verið „ljót og seinþroska“ þegar hún var unglingur og sagði það hafa veitt sér mikið sjálfstraust. Hún fór í brjóstastækkun og lét einnig stækka á sér rassinn. 

Fólk á samfélagsmiðlum hefur sett út á að hún sé að fara í þessar aðgerðir þar sem hún geti farið í ræktina og hreyft sig til að koma sér í form. 

„Ég hef engan tíma til að gera það. Vinnan mín sem skemmtikraftur er sólarhringsvinna þannig að ég hef ekki tíma í að æfa. Ég vil líta út á ákveðinn hátt og veit að alveg sama hvað ég hreyfði mig mikið gæti ég aldrei náð því útliti,“ segir rapparinn.

View this post on Instagram

A post shared by Cardi B (@iamcardib)

mbl.is