Big Sean og Jhené Aiko eiga von á barni

Big Sean og Jhené Aiko.
Big Sean og Jhené Aiko. Skjáskot/Instagram

Tónlistarparið Big Sean og Jhené Aiko eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið fór fyrst að stinga saman nefjum árið 2016 og hafa síðan verið sundur og saman þar til nýlega.

Sean og Aiko hafa unnið að tónlist og gefið út nokkur lög saman, þar á meðal eru smellir á borð við I know og Body Language. 

View this post on Instagram

A post shared by BIGSEAN (@bigsean)

Parið sást á göngu í Beverly Hills, Bandaríkjunum á dögunum þar sem ljósmyndir náðust af Aiko með kúluna sína. Fyrir á Aiko 13 ára dóttur, Namiko Love með söngvaranum O'Ryan. 

Samkvæmt heimildarmanni People er parið mjög hamingjusamt og spennt fyrir foreldrahlutverkinu. 

mbl.is