„Þungunarrof bjargaði lífi mínu“

Tónlistarkonan Halsey.
Tónlistarkonan Halsey. AFP

Tónlistarkonan Halsey segist ekki hafa skipt um skoðun á löggjöf um þungunarrof nú þegar hún hefur gengið með og fætt barn, eftir að hafa glímt við ófrjósemi. Halsey segir að þungunarrof hafi bjargað lífi hennar. 

Halsey opnaði sig um þungunarrofið og ræddi um nýlega ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna er varðar þungunarrof í aðsendri grein í Vogue

„Ég hef aldrei haft jafn skýra skoðun og nú. Mitt þungunarrof bjargaði lífi mínu og veitti mér tækifærið til að fæða son minn,“ skrifaði Halsey eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. 

Fyrir það hafði hún misst fóstur þrisvar sinnum og í eitt skiptið þurfti hún að láta framkvæma þungunarrof vegna þess að fóstrið ógnaði heilsu hennar og hefði hún getað fengið alvarlega sýkingu ef meðgangan hefði ekki verið rofin. 

mbl.is