Missti pabba sinn ung að árum

Breska söngkonan Katherine Jenkins.
Breska söngkonan Katherine Jenkins. AFP

Sópransöngkonan Katherine Jenkins segir börn sín finnast hún syngja of hátt. Jenkins sem er 41 árs býr í London ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Þá minnist hún pabba síns sem hún missti allt of snemma.

„Ég syng ekki í sturtunni heima eða þegar ég er á ráfi um húsið. En þegar ég er að hita mig upp þá finnst börnunum þetta fullmikið af hinu góða og segja: „Mamma, þetta er rosalega hátt!“. Þau elska að fara á tónleika en finnst ekki gaman að raddæfingunum mínum, en þær eru mjög háværar og mikil endurtekning,“ segir Jenkins í viðtali við The Times.

Forðaðist að syrgja

Sjálf missti Jenkins föður sinn þegar hún var fimmtán ára og hafði það djúpstæð áhrif á hana.

„Hann var í eldri kantinum og var heimavinnandi að hugsa um mig og systur mína á meðan mamma mín vann úti. Við misstum hann skjótt úr lungnakrabbameini. Hann lést tveimur vikum fyrir lokaprófin mín og þó að það hljómi eins og hræðileg tímasetning þá þýddi það samt að ég hafði eitthvað til þess að einbeita mér að.“

„Það að einbeita mér að skólanum þýddi að ég þyrfti ekki að kljást við sorgina í fyrstu. Ég þurfti hjálp til að takast á við hana og leitaði meðferðar. En þetta fékk mig samt til þess að vilja komast áfram í lífinu í því sem ég elskaði og það hefur alltaf verið söngurinn.“mbl.is