Orðin fimm manna fjölskylda

Systurnar Paris og Nicky Hilton í barnasturtu Nicky sem á …
Systurnar Paris og Nicky Hilton í barnasturtu Nicky sem á von á sínu þriðja barni. Ljósmynd/Instagram

Hótelerfinginn og fatahönnuðurinn Nicky Hilton Rothschild hefur eignast sitt þriðja barn með eiginmanni sínum James Rothschild. Hún greinir frá fæðingu sonar síns á Instagram. 

„Við erum orðin fimm manna fjölskylda. Velkominn í heiminn elsku drengur. Mamma, Pabbi og stóru systur þínar gætu ekki verið meira heilluð af þér,“ segir Hilton Rothschild. 

Þau eiga fyrir dæturnar Theodora Marlyn sem er fjögurra ár og Lily-Grace Victoria sem er fimm ára. Hjónin fagna sjö ára brúakaupsafmæli í sumar.  

mbl.is