Tarantino hjónin eignuðust stúlku

Quentin Tarantino og eiginkona hans Daniella Pick.
Quentin Tarantino og eiginkona hans Daniella Pick. mbl.is/AFP

Leikstjórinn Quentin Tarantino og eiginkona hans, söngkonan Daniella Tarantino eignuðust dóttur hinn 2. júlí síðastliðinn. Stúlkan er annað barn hjónanna, en fyrir eiga þau tveggja ára soninn Leo.

Quentin var 56 ára gamall þegar hann varð faðir í fyrsta sinn, en þau hjónin tóku á móti fyrsta barni sínu í febrúar 2020 og var eiginkona hans þá 36 ára gömul. 

Daniella kynntist Quentin árið 2009 þegar hann var að kynna kvikmyndina sína Inglorious Basterds sem naut mikilla vinsælda um allan heim. Þau trúlofuðu sig sumarið 2017 og giftu sig í nóvember 2018. 

mbl.is