Birti óvart nektarmynd af pabba

Fyrrum NFL-leikmaðurinn Eric Decker.
Fyrrum NFL-leikmaðurinn Eric Decker. Skjáskot/Instagram

Síðastliðinn mánudag birti fjögurra ára sonur fyrrum NFL-leikmannsins Eric Decker óvart tvær nektarmyndir af pabba sínum á Instagram-reikning hans. Á myndunum, sem hefur nú verið eytt, var sonur hans að taka sjálfsmynd af sér en í bakgrunn mátti sjá pabba hans nakinn í sturtunni. 

Á fyrstu myndinni var sonur hans með saklaust bros á vör, en á seinni myndinni hafði færst prakkarasvipur á hann ef marka má myndir af vef PageSix. Myndirnar voru uppi í rúmlega hálftíma áður en þeim var eytt. Decker ræddi atvikið á Instagram reikningi sínum, en hann sagðist hafa leyft syni sínum að horfa á Avengers myndbönd á meðan hann færi í sturtu.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem nektarmyndir birtast af Decker, en á 35 ára afmæli hans deildi eiginkona hans nektarmynd af honum á Instagram reikningi sínum. 

mbl.is