Yngsti ríkisarfinn skælbrosandi

George prins fagnar níu ára afmæli sínu í dag.
George prins fagnar níu ára afmæli sínu í dag. AFP

Georg prins fagnar níu ára afmæli sínu í dag. Yngsti ríkisarfinn er skælbrosandi á ljósmynd sem höllin gaf út af honum í gærkvöldi. Móðir hans, Katrín hertogaynja af Cambridge, tók myndina í sumarfríi fjölskyldunnar fyrr í sumar. 

Prinsinn þykir ákaflega líkur föður sínum, Vilhjálmi Bretaprins, á myndinni. Georg er sá þriðji í erfðaröðinni að krúnunni, fyrstur er afi hans Karl Bretaprins og annar er faðir hans Vilhjálmur.

Það er hefð í bresku konungsfjölskyldunni að gefa út nýjar myndir af meðlimum hennar á afmælisdögum þeirra. Þannig hefur verið gefin út ný mynd af Georgi allt frá fyrsta afmæli hans. 

Hertogaynjan hefur undanfarin ár tekið afmælisljósmyndirnar af börnum sínum, en hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun. 

mbl.is
Loka