Kalla Vilhjálm krúttlegu gælunafni

Georg, Lúðvík og Karlotta kalla pabba sinn pops.
Georg, Lúðvík og Karlotta kalla pabba sinn pops. AFP

Georg prins, Karlotta prinsessa og Lúðvík prins þurfa ekki að kalla pabba sinn, Vilhjálm Bretaprins, hans hátign eða öðrum formlegum titlum sem prinsinn státar af. Greint var frá því á dögunum að krakkarnir kalla hann einfaldlega „pops“ eða pabba. 

Frá þessu sagði konan Fiona Sturgess í samtali við fjölmiðla eftir að hún hafði hitt konungfjölskylduna bresku á viðburði. Þá segir hún Georg hafa sagt við föður sinn: „Ertu að fara að spila fótbolta á morgun pabbi?“

Breska konungsfjölskyldan notar oft gælunöfn sín á milli en venjur eru um hvernig almenningur á að ávarpa meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þannig skal nota hans hátign þegar karlmenn í fjölskyldunni eru ávarpaðir og síðar herra. Þegar konur eru ávarpaðar í fyrsta sinn skal nota hennar hátign og síðar frú (e. ma'am).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert