Ingólfur og Tinna eignuðust stúlku

Ingólfur og Tinna eignuðust sitt annað barn saman hinn 2. …
Ingólfur og Tinna eignuðust sitt annað barn saman hinn 2. ágúst síðastliðinn. Aðsend mynd

Hlaðvarpsstjörnurnar Ingólfur Grétarsson og Tinna Björk Kristinsdóttir eignuðust stúlku 2. ágúst síðastliðinn. Þau eignuðust sitt fyrsta barn saman, Hugin Grétar, í ágúst 2019 en fyrir á Tinna dótturina Helenu. 

Ingólfur og Tinna eru þekkt fyrir að stjórna hinum vinsælu hlaðvarpsþáttum „Þarf alltaf að vera grín?“ ásamt vini sínum Tryggva Frey Torfasyni. Þættirnir hafa vakið mikla lukku meðal landans, en þar að auki hafa þau tekið að sér uppistand og veislustýrt árshátíðum.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is