12 barna móðir sýnir morgunrútínuna

Hjónin Alicia og Josh ásamt börnunum þeirra tólf.
Hjónin Alicia og Josh ásamt börnunum þeirra tólf. Skjáskot/Instagram

Hjónin Alicia og Josh Dougherty hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, en þar hafa þau leyft fylgjendum sínum að skyggnast inn í líf fjölskyldunnar þar sem nóg er um að vera, enda eiga hjónin alls tólf börn.

Milljónir hafa fylgst með morgunrútínu Aliciu, en hún vaknar klukkan fimm á morgnanna og útbýr morgunmat og nesti fyrir alla fjölskylduna. 

Árið 2010 hófu hjónin að ættleiða eftir að hafa glímt við ófrjósemi og misst fóstur ellefu sinnum. Síðan þá hafa þau ættleitt og fóstrað tólf börn. 

mbl.is