Dóttir Jóhönnu Guðrúnar heitir í höfuðið á móður sinni

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir skírði dóttur sína eftir sjálfri sér.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir skírði dóttur sína eftir sjálfri sér.

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ólafur Friðrik Ólafsson eru búin að gefa dóttur sinni nafn. Litla stúlkan fékk nafnið Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir og heitir því sama nafni og mamma hennar. 

Fréttablaðið greinir frá og hefur eftir söngkonunni að Ólafur Friðrik hafi átt hugmyndina að nafninu. 

Jóhanna Guðrún litla er fyrsta barn foreldra sinna saman, en þriðja barn móður sinnar, sem á fyrir þau Margréti Lilju og Jón Geir. 

mbl.is