Khloé og Tristan eignuðust son

Khloé Kardashian og Tristan Thompson
Khloé Kardashian og Tristan Thompson

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian og körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hafa eignast son með hjálp staðgöngumóður. Þetta er annað barn þeirra en fyrir eiga þau dótturina True. Þau eru ekki par um þessar mundir og Kardashian ætlar sér að ala barnið upp ein.

Drengurinn hefur ekki enn fengið nafn, en heimildamenn sögðu í samtali við People að Kardashian ætlaði að taka sér tíma til þess að finna nafn á drenginn til að tryggja að það yrði fullkomið. 

„Khloé er á bleiku skýi. Það að True eigi loksins systkini er yndislegt. Hún er mjög spennt að vera orðin móðir í annað skiptið. Hún var mjög spennt að eignast strák,“ sagði heimildarmaðurinn.

mbl.is