Vill ekki eignast annað barn í heimsfaraldri

AFP

Grínistinn Amy Schumer ætlar sér ekki í frekari barneignir á næstunni sökum ástandsins í heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum. Schumer opnaði sig um sína upplifun af heimsfaraldrinum og hvernig það var að ala upp barn á þeim tíma í viðtali við Howard Stern í útvarpsþættinum SiriusXM.

Schumer á þriggja ára dreng með manni sínum Chris Fischer. Hún hefur verið mjög opin með frjósemisferli sitt og deilt því með aðdáendum að hún og maðurinn hennar hafi farið í glasafrjóvgun. 

Amy Schumer er dugleg að birta myndir úr móðurhlutverkinu á …
Amy Schumer er dugleg að birta myndir úr móðurhlutverkinu á Instagram. skjáskot/Instagram

„Ég vona að ég eignist fleiri börn. Við eigum fósturvísa þannig að já ég veit ekki. Núna þá ætlum við ekki að eignast fleiri. Við ætluðum að gera það en síðan var heimsfaraldurinn og við ákváðum að slaka á og skoða þetta seinna,“ sagði Schumer. 

Schumer átti erfiða meðgöngu með son sinn en hún glímdi við hyperemesis gravidarum sem er alvarleg meðgönguveiki. Hún lýsti því eins og hún hefði verið með matareitrun í níu mánuði. Hún tók upp alla meðgönguna og upplifun sína sem er í heimildarmyndinni Expecting Amy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert