Birti myndbönd af fyrrverandi skamma synina

Kevin Federline og Britney Spears þegar allt lék í lyndi.
Kevin Federline og Britney Spears þegar allt lék í lyndi. CHRIS PIZZELLO

Kevin Federline, barnsfaðir og fyrrverandi eiginmaður poppprinsessunnar Britney Spears, birti gömul myndskeið á Instagram-reikningi sínum sem sýna rifrildi sem hún átti við syni þeirra tvo, Sean Preston og Jayden James. Ákvörðum Federlines hefur valdið netverjum miklum usla og vilja margir meina að nú sé enn ein ósanngjarna aðförin gerð á Spears.

Með myndskeiðunum freistaðist Federline til að sanna að Spears sé ekki góð móðir. Federline hefur haft 70% forræði yfir drengjunum síðustu ár en ítrekað sóst eftir fullu forræði vegna jafnvægisleysis Spears. Sagði hann drengina tvo hafa sjálfa haft frumkvæði á að halda samskiptum við móður sína í skefjum.

„Við ákváðum það sem fjölskylda að birta þessi myndbönd. Þetta er ekki einu sinni það versta. Það verður að stoppa þessar lygar. Ég vona að börnin okkar vaxi úr grasi og verði betri en þetta,“ skrifaði Federline við myndskeiðin sem hann sagðist hafa deilt á opinberum vettvangi til að vernda synina fyrir ásökunum almennings.

„Ég get ekki hallað mér aftur og látið ásakanir dynja yfir syni mína, eftir allt sem þeir hafa þurft að þola,“ sagði Federline sem trúir því að sannleikurinn muni alltaf koma í ljós einn daginn.

Ekki að upphefja sig með myndböndunum

Britney Spears var fljót að svara ásökunum Federlines með birtingunni á myndskeiðunum. Líkti hún sakargiftunum um að hún sé slæm móðir við það að spila skák.

„Ég hef verið svo, svo, svo trygg mamma. Hin fræga skák er svona... Skák og mát félagi!!! Fjandinn hirði þig, þú getur ekki gert það. Ég gerði það bara,“ skrifaði Spears við mynd af skákborði sem hún deildi og dró þar með upp líkinguna.

Hluti af foreldrahlutverkinu að ávíta börn sín

Mikil reiði hefur gripið um sig á meðal aðdáenda Spears á Instagram. Margir hafa talið henni trú um að Federline sé að gera sjálfan sig að athlægi með myndskeiðunum. 

„Það er partur af því að skamma börn þegar maður er foreldri,“ skrifaði einn aðdáandi en í myndskeiðunum má sjá og heyra Spears í uppnámi vegna hegðunar sona sinna.

„Þetta er húsið mitt. Ef ég vil koma hingað inn til að bera krem á andlitið á þér vegna þess að húðin þín er þurr þá er best að þú farir að virða mig. Er það skilið?“ má heyra Spears segja við annan son sinn í einu af þremur myndskeiðunum.

Í hinum myndböndunum má heyra Spears hegna eldri syni sínum fyrir að hafa ekki klæðst skóm inni í verslun með því að taka af honum símann í einhvern tíma. Myndskeiðin höfðu öll verið tekin upp án hennar vitundar.

Samkvæmt fréttamiðlinum Page Six sagði heimildarmaður Spears hana hafa sárnað mjög þegar hún frétti af myndskeiðunum.  

„Í þessum klippum er Britney bara að vera mamma. Þetta er hræðilegt. Kevin er ógeðslegur. Hann notfærir sér drengina með þessum myndböndum,“ er haft eftir heimildarmanninum.

mbl.is