Laug að dætrum sínum til að vernda þær

Leikkonan Denise Richards
Leikkonan Denise Richards

Þegar leikaraparið Denise Richards og Charlie Sheen voru gift, var Richards stöðugt að vernda dætur þeirra frá frá fréttum um það sem faðir þeirra gerði. Richards greindi frá þessu í hlaðvarpsviðtalinu Dear Media podcast, Divorced Not Dead

Hún segir að það hafi verið erfið ákvörðun að sækja um skilnað af því henni fannst að hún væri að brjóta upp fjölskylduna. Hún hafði áhyggjur af því hvaða áhrif það gæti haft á dætur þeirra. Þau eiga saman Sam sem er 18 ára og Lolu sem er 17 ára.

Denise Richards og Charlie Sheen áður en þau skildu.
Denise Richards og Charlie Sheen áður en þau skildu. Skjáskot Daily Mail

„Ég verndaði þær mjög mikið. Þegar þær voru komnar á þann aldur að fólk var byrjað að segja þeim hluti um pabba þeirra, laug ég að þeim til að reyna vernda þær. Núna eru þær orðnar svo gamlar að þær átta sig alveg á hlutunum eins og þeir eru og voru. Ég er ekki viss um hvort ég sjái eftir því að hafa logið, því núna vita þær að ég var ekki að segja satt,“ segir Richards.

Lola býr enn hjá Richards en Sam er orðin 18 ára og getur búið þar sem hún vill. Hún hefur verið mikið hjá pabba sínum en samkvæmt Richard fá stelpurnar að gera nánast það sem þær vilja þegar þær eru hjá honum. Það eru ekki sömu reglur og agi hjá honum eins og henni. 

Charlie Sheen og Richards kynntust árið 2000 og giftu sig tveimur árum seinna. Richards sótti um skilnað 2005 en skilnaðurinn þeirra var áberandi í sviðsljósinu á sínum tíma. 

mbl.is