Beckham tilbúinn að eignast börn

Hjónunum langar í stóra fjölskyldu
Hjónunum langar í stóra fjölskyldu AFP

Ljósmyndarinn og áhugakokkurinn Brooklyn Peltz Beckham er tilbúinn að eignast börn með eiginkonu sinni Nicolu Peltz Beckham. Hann ræddi um nýja ferilinn sem kokkur og framtíðarplön þeirra hjóna í viðtali við Variety.

Þegar þau giftu sig ákváðu þau að sameina eftir nöfnin sín og nota þau bæði. Þeim fannst tilhugsunin um að börnin þeirra fengju eftirnöfnin þeirra beggja heillandi. Beckham er núna 23 ára en faðir hans David Beckham var á sama aldri þegar Brooklyn fæddist.

„Ég er tilbúinn að eignast börn en ég segi við eiginkonu mína að hún ráði þessu. Hún heldur að við munum eignast strák fyrst. Við erum ekki að plana að eignast börn á næsta ári. Okkur langar samt að eiga stóra fjölskyldu einn daginn. Okkur langar bæði að eignast börn sjálf og okkur langar líka að ættleiða,“ sagði Beckham. 

Hjónin giftu sig fyrr í sumar. Brúðkaupið fór fram á land­ar­eign Beckham-fjöl­skyld­unn­ar í Palm Beach í Flórída­ríki í Bandaríkjunum. Öllu var tjaldað til fyr­ir brúðkaupið, en talið er að það hafi kostað um fjór­ar millj­ón­ir banda­ríkja­dala, eða hálf­an millj­arð ís­lenskra króna.

mbl.is