Svefnmynstur ungbarna

Ungbörn sofa mikið en ekki á sama tíma og foreldrar
Ungbörn sofa mikið en ekki á sama tíma og foreldrar Unsplash/Brytny

Ungbörn sofa mikið en þau sofa alls ekki mikið í einu. Fyrstu mánuðirnir með ungbarn geta verið erfiðir og snúið er að finna út úr því hvernig barnið á að sofa og hversu mikinn svefn það þarfnast.

The Mirror leitaði til Dr. Karp sem útskýrði venjulegt svefnmynstur barna. Það er eðlilegt að börn byrji að sofa alla nóttina þegar þau nálgast eins árs aldurinn. Það þýðir þó ekki að þetta eigi við öll börn, þau eru eins mismunandi og þau eru mörg.

Fyrstu tveir mánuðirnir geta oft verið þeir erfiðustu fyrir bæði barn og foreldra vegna svefnleysis. Barnið getur aðeins sofið í stuttan tíma í einu yfir daginn og nóttina. Þau sofa að meðaltali á milli 14 og 18 tíma á sólarhring en þau þurfa líka að fá að borða 10 til 12 sinnum á sólarhring. 

Barnið tekur marga styttri lúra yfir daginn og sefur og vakir mest í tvær klukkustundir í einu. Barnið getur sofið lengur í einu yfir nóttina en hátt í fjóra tíma á fyrsta mánuði og upp í átta klukkutíma við tveggja mánaða aldur. 

Tveggja til fjögurra mánaða 

Þá er hægt að gera ráð fyrir því að barnið sofi í 13 - 14 klukkustundir á sólarhring í þremur til fjórum blundum yfir daginn. Barnið sefur lengur yfir nóttina vaknar einu sinni til tvisvar til að fá sér að borða. Barnið sefur lengst í átta klukkustundir á þessum aldri. 

Fjögurra til sex mánaða 

Þetta er tímabilið þar sem sum börn byrja að sofa alla nóttina, það er alls ekki sjálfgefið og það er líklegt að barnið vakni á nóttunni. Barnið er að leggja sig í þrjá til fimm tíma á dag í blundum. 

Átta til tólf mánaða 

Á þessum aldri er barnið vonandi farið að sofa mest alla nóttina. Barnið tekur tvo til þrjá lúra á dag. Lengsta sem barnið sefur í einu á þessum tíma eru sjö til tíu klukkustundir og það er á nóttunni.

Börn þurfa mikinn svefn þegar þau eru glæný og foreldrarnir líka ef ykkar barn á erfitt með svefn þá er sniðugt að ræða við svefnráðgjafa sem getur aðstoðað. 

mbl.is