Áttburarnir komnir í áttunda bekk

Áttburarnir á leið í skólann.
Áttburarnir á leið í skólann. Ljósmynd/Instagram

Nadya Suleman, sem í fréttum var þekkt sem Octomom eða áttburamamman, birti myndir af átta börnum sínum á fyrsta degi sínum í áttunda bekk í grunnskóla. Myndin hefur vakið mikla athygli í fréttum og á samfélagsmiðlum en áttburarnir komust í heimsfréttirnar þegar þeir fæddust árið 2009.

Þeir Noah, Maliyah, Isaiah, Nariyah, Jonah, Makai, Josiah og Jeremiah eru nú orðin þrettán ára gamlir.

Suleman átti sex börn fyrir þegar hún varð ólétt að áttburunum sínum. Stóru systkinin Ameerah, Calyssa, Elijah, Jonah, Joshua og Aidan voru dugleg að aðstoða móður sína þegar áttburarnir komu í heiminn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert