Synir Jolie vinna með henni

Angelia Joile leikstýrir myndinni sem synir hennar vinna að.
Angelia Joile leikstýrir myndinni sem synir hennar vinna að. AFP

Leikkonan og leikstjórinn Angelina Jolie hefur ráðið syni sína til að vinna við kvikmyndina Without Blood. Joile er leikstjóri myndarinnar sem er byggð á bók eftir Alessandro Barrico. Leikararnir Selma Hayek og Demián Bichir fara með aðalhlutverk í myndinni.

Synir hennar Pax og Maddox eru hluti af tökustarfsfólkinu en þeirra vinna í aðstoðarleikstjóradeildinni og vinna því þétt við hlið móður sinnar.

Báðir hafa þeir unnið með móður sinni áður. Þeir unnu báðir við myndina First They Killed My Father árið 2017 og Maddox vann við myndina By The Sea árið 2015. 

Jolie á drengina með Brad Pitt en þau eiga saman sex börn. Maddox, Pax, Zahara, Shiloh og tvíburana, Knox og Vivienne. Þau skildu árið 2019 eftir 12 ára samband. 

mbl.is