Fjögurra ára með rándýra tösku

True Thompson er gella í öllu bleiku.
True Thompson er gella í öllu bleiku. Ljósmynd/Instagram

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian birti á dögunum mynd af fjögurra ára gamalli dóttur sinni, True Thompson, með sérmerkta Louis Vuitton tösku. Taskan kostar 243 þúsund íslenskar krónur, en það er verðið á töskunni án sérmerkingar. 

Á töskunni er nafn hinnar litlu True auk myndar af teiknimyndapersónunni Abby Cadabby úr Sesame Street. 

True varð nýlega stóra systir þegar foreldrar hennar, Kardashian og körfuboltamaðurinn Tristan Thompson, eignuðust son með hjálp staðgöngumóður. Engar myndir hafa birst af litla bróður á samfélagsmiðlum enn þá.

Við færsluna skrifaði Kardahsian: „Á miðvikudögum erum við í bleiku“ og vísar þar til kvikmyndarinnar vinsælu Mean Girls.

mbl.is