Ingólfur og Tinna gáfu dótturinni nafn

Ingólfur og Tinna Björk eru búin að gefa dóttur sinni …
Ingólfur og Tinna Björk eru búin að gefa dóttur sinni nafn. Aðsend mynd

Hlaðvarpsstjörnurnar Ingólfur Grétarsson og Tinna Björk Kristinsdóttir eru búin að gefa dóttur sinni nafn. Litla stúlkan fékk nafnið Steinunn Eldey í höfuðið á ömmu sinni. 

Ingólfur og Tinna tilkynntu nafnið á Instagram í gær. „Ég sat með hana í fanginu á fæðingardeildinni, á meðan jörðin nötraði undir okkur, og hugsaði hvað nafnið sem við völdum færi henni vel,“ skrifaði Tinna við myndina. 

Steinunn fæddist 2. ágúst síðastliðinn og er annað barn Ingólfs og Tinnu saman, en þau eignuðust Hugin Grétar í ágúst 2019 og fyrir á Tinna dótturina Helenu.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is