Sonur Guðrúnar og Árna kominn með nafn

Guðrún Ýr og Árni.
Guðrún Ýr og Árni. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, bet­ur þekkt sem GDRN, og kærasti hennar Árni Steinn Steinþórsson gáfu frumburði sínum nafn um helgina. Guðrún Ýr greindi frá þessu á samfélagsmiðlum.

Drengurinn fékk nafnið Steinþór Jóhann Eyfjörð Árnason. Hann kom í heiminn hinn 25. júlí síðastliðinn.

Barnavefurinn óskar þeim til hamingju með nafnið!

mbl.is