Ísland fimmta besta landið fyrir útivinnandi feður

Ljósmynd/Pexels/Tatiana Syrikova

Fæðingarorlof feðra hefur verið áberandi í umræðunni síðustu ár, en nýleg rannsókn sem gerð var á vegum Lensa skoðaði bæði lengd launaðs fæðingarorlofs og meðalgreiðsluhlutfall til þess að finna hvar í heiminum feður eiga rétt á greiddu fæðingarorlofi.

Niðurstöður leiddu í ljós að Ísland er fimmta besta landið, en hér fá feður samtals 17.3 vikur í fæðingarorlof og að meðaltali um 80% greiðsluhlutfall af heildarlaunum sínum. 

Í Japan er feðrum boðið upp á flestar vikur í launuðu orlofi, eða samtals 31 viku. Þar fá feður að meðaltali 60% greiðsluhlutfall af heildarlaunum sínum. Í Suður-Kóreu er feðrum boðið næstflestar vikur, samtals 24 vikur, en orlof þeirra er launað að fullu. Í þriðja sæti er Lúxemborg með 21,2 vikur í fulllaunuðu orlofi. 

Rannsóknin tók einnig saman heildarfæðingarorlof, en niðurstöður sýndu að Rúmenía býður upp á mest greitt fæðingarorlof þar sem foreldrar geta samtals tekið yfir 97 vikur í launuðu orlofi.

Aðeins þrjú lönd bjóða upp á minna en 10 vikur í fæðingarorlofi, en það eru Írland, Sviss og Ástralía sem bjóða samtals rúmar 8 vikur á fullum launum. 

10 bestu löndin fyrir útivinnandi feður

1. Japan

2. Suður-Kórea

3. Lúxemborg

4. Noregur

5. Ísland

6. Portúgal

7. Spánn

8. Svíþjóð

9. Finnland

10. Þýskaland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert