Ætlar að nefna barnið eftir brjóstastærð

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. VALERIE MACON

Rithöfundurinn og fyrirsætan Chrissy Teigen er með áhugaverða aðferð til að finna nafn á nýja barnið sitt.

Hún segir að barnið fái þann upphafstaf sem brjóstin á henni verða í þegar þau hætta að stækka. Hún segir að hún verði líklega komin í stærð G eða H undir lok meðgöngunnar.

Teigen gengur nú með sitt þriðja barn en fyrir eiga þau tónlistarmaðurinn John Legend dótturina Lunu og soninn Miles.

Teigen er dugleg að deila óléttumyndum af sér á Instagram og hefur verið mjög opin um meðgönguna á miðlinum.

mbl.is