Eiga von á fimmta barninu

Hanna Björk og Arnar Long eiga von á sínu fimmta …
Hanna Björk og Arnar Long eiga von á sínu fimmta barni. mbl.is/Ásdís

Hjónin Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long Jóhannsson eiga von á sínu fimmta barni á næsta ári. Hanna og Arnar eiga fyrir þríbura og einn son, en þau ræddu meðal annars við Sunnudagsblað Morgunblaðsins um upplifun sína af því að eignast þríbura. 

„Lítill laumufarþegi um borð og fjölskyldan okkar ætlar að stækka ennþá meira á næsta ári,“ skrifa þau Hanna og Arnar í sameiginlega færslu á Instagram. 

Elsti sonur Hönnu og Arnars heitir Ingibergur en þríburarnir heita Þorri, Bjartur og Írena.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is