Elskar allt við að eiga tvö börn

Khloé Kardashian.
Khloé Kardashian. AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian nýtur hverrar stundar eftir að hún varð tveggja barna móðir. Kardashian á tvö börn með fyrrverandi kærasta sínum, körfuboltamanninum Tristan Thompson, en þau eignuðust son með aðstoð staðgöngumóður fyrir skömmu. 

„Ég veit það er klisja, en ég elska allt, líka erfiðu stundirnar,“ sagði Kardashian í viðtali við tímaritið Elle.

Hún segir börnin vera mikla áskorun en þau móti hana sem manneskju. 

„Við þurfum að taka þetta hlutverk alvarlega, sérstaklega á þessum tímum, hvaða upplýsingar börnin okkar hafa aðgengi að svona ung. Það er rosalega ógnvænlegt, en ég tek þetta hlutverk alvarlega. Ég elska það svo mikið,“ sagði Kardashian. 

mbl.is