10 góð ráð fyrir skólabyrjun

Javier Trueba/Unsplash

Að byrja í grunnskóla markar nýjan kafla í lífi sérhvers barns. Foreldrar geta undirbúið börn sín undir þessi tímamót með ýmsu móti.

1. Heim­sæktu skól­ann sem barnið á að byrja í svo barnið þekki um­hverfið. Gangið sam­an um skóla­lóðina og leyfðu barn­inu að leika sér þar.

2. Ef barnið mun ganga í skól­ann þá þarf að æfa leiðina til og frá heim­il­inu með því. Taktu þér tíma í að ganga leiðina með barn­inu nokkr­um sinn­um.

3. Farðu yfir um­ferðarregl­urn­ar með barn­inu. Þá er einnig gott að huga að end­ur­skins­merkj­um í tíma.

4. Taktu barnið með þegar verið er að kaupa skóla­tösku, nest­is­box og annað sem til þarf. Það get­ur verið gam­an fyr­ir barnið að taka þátt í und­ir­bún­ingn­um.

5. Byrjaðu að trappa sum­ar­fríið niður tím­an­lega og fáðu svefn­rútín­una í lag hjá barn­inu. Skól­inn krefst ein­beit­ing­ar og því er góður svefn mik­il­væg­ur.

6. Ræddu við barnið um vin­skap. Barnið þitt mun kynn­ast mörg­um börn­um í skól­an­um og mik­il­vægt er að vita hvernig best er að bera sig við þess að eign­ast nýja vini.

7. Æfðu barnið í að reima, renna og hneppa sjálft. Það að geta klætt sig úr og í án aðstoðar gef­ur barn­inu sjálfs­ör­yggi. Barnið þarf einnig að geta farið sjálft á sal­ernið.

8. Lestu fyr­ir barnið og ræðið inni­haldið. Syngið sam­an, rímið og spilið borðspil. Allt er þetta góð æf­ing fyr­ir það sem koma skal í fyrsta bekk.

9. Merktu föt barns­ins, tösku og aðrar eig­ur.

10. Kenndu barn­inu að und­ir­búa næsta dag áður en það fer að sofa á kvöld­in, eins og það að taka til skóla­föt og hafa skóla­dótið klárt í skóla­tösk­unni. Góðar venj­ur í byrj­un skóla­göngu fylgja barn­inu í gegn­um alla skóla­göng­una.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert