Elskar móðurhlutverkið

US model Gigi Hadid arrives for the Savage X Fenty …
US model Gigi Hadid arrives for the Savage X Fenty Show Presented By Amazon Prime Video at Barclays Center on September 10, 2019 in Brooklyn, New York. (Photo by Angela Weiss / AFP) AFP

Fyrirsætan Gigi Hadid elskar að vera mamma, en hún á tveggja ára dóttur með fyrrverandi kærasta sínum, söngvaranum Zyan Malik. Hadid kom fram í Sunday Today á dögunum þar sem hún opnaði sig um móðurhlutverkið, en hún segir dóttur sína, Khai, vera mikla blessun. 

„Mér finnst hún algjör snillingur, en ég held að það sé eitthvað sem allir segja um barnið sitt,“ sagði fyrirsætan. „Þetta er svo skemmtilegt. Því meira sem hún talar, skilur og man, því skemmtilegra verður þetta,“ bætti hún við. 

View this post on Instagram

A post shared by Gigi Hadid (@gigihadid)

Hadid hefur áður opnað sig um pressuna, efann og kvíðann sem fylgir móðurhlutverkinu. Hún segir daglegt líf sitt hafa gjörbreyst eftir að hún varð móðir. „Við vinkonurnar tölum bara um börn og svefn og hvaða flöskur leka ekki,“ sagði hún í viðtali við Elle í fyrra.

Hadid og Malik hættu saman í október 2021 eftir sex ára samband. Undanfarið hefur Hadid verið áberandi í fjölmiðlum þar sem hún og leikarinn Leonardo DiCaprio hafa verið að stinga saman nefjum, nokkrum dögum eftir að hann hætti með fyrrverandi kærustu sinni. 

mbl.is