Pabbi í níunda sinn og tvö til viðbótar á leiðinni

Nick Cannon er nú orðinn níu barna faðir.
Nick Cannon er nú orðinn níu barna faðir.

Grínistinn Nick Cannon tók á móti sínu níunda barni hinn 14. september síðastliðinn með fyrirsætunni LaNisha Cole. Litla stúlkan  hefur fengið nafnið Onyx Ice Cole Cannon, en hún er fyrsta barn Cannon og Cole saman. Cannon hefur verið áberandi í fjölmiðlum, en hann á fyrir átta börn með fimm konum og eru tvö til viðbótar á leiðinni. 

Cannon birti fallega mynd á Instagram-reikningi sínum þar sem hann tilkynnti að dóttir hans væri komin í heiminn. 

View this post on Instagram

A post shared by NICK CANNON (@nickcannon)

Á von á tíunda og ellefta barninu

Cannon hefur verið áberandi í fjölmiðlum upp á síðkastið þar sem hann hefur tilkynnt hverja óléttuna á eftir annarri, en hann á von á sínu tíunda barni í október með Abby De La Rosa, en fyrir eiga þau eins árs tvíburana Zion og Zillion.

Fyrir nokkrum vikum tilkynnti hann á Instagram-reikningi sínum að hann ætti von á sínu ellefta barni með Brittany Bell. Fyrir eiga þau tvíburana Powerful og Golden, sem eru nú fimm ára. 

Í júlí tók Cannon á móti sínu áttunda barni með fyrirsætunni Bre Tiese, en sonurinn er fyrsta barn Cannon og Tiese.

Cannon á einnig ellefu ára tvíbura, þau Morokkó og Monroe, með söngkonunni og fyrrverandi eiginkonu sinni Mariah Carey. Cannon eignaðist soninn Zen með Alyssa Scott árið 2021, en hann lést fimm mánaða gamall í desember 2021 eftir að hafa greinst með heilakrabbamein. 

mbl.is