Elskaði klám á meðgöngunni

Klám getur verið góð afþreying og streitulosun fyrir óléttar konur.
Klám getur verið góð afþreying og streitulosun fyrir óléttar konur. Unsplash.com

Ung kona segir frá því hvernig klám varð hennar helsti vinur á meðgöngunni.

„Ég horfði á klám flesta daga, oftast áður en ég þurfti að skutla börnunum í skólann. Því meira sem ég horfði á klám því meira vildi ég. Ég íhugaði að hætta því en gat það ekki. Ég bara horfði á klám alla daga.“

„Það eru svo margar gleðistöðvar sem fara á ís þegar maður er óléttur en þessi var alltaf til staðar. Fyrir mér snerist klám alltaf um sjálfsfróun. Ég hef aldrei horft á klám með eiginmanninum, það er bara ekki það sem við gerum. En hann veit af þessu.“

Saknaði líkamans

„Almennt leið mér vel á meðgöngunni, engin ógleði eða grindarverkir. En ég saknaði þess að fara út á lífið. Ég saknaði áfengis og skemmtunar. Ég saknaði líkama míns.“

„Við hjónin stunduðum enn kynlíf og jafnvel oftar en venulega en eftir því sem ég varð stærri varð kynlífið erfiðara. „Doggy-style var auðveldasta stellingin fyrir mig en ég var ekki alltaf í stuði fyrir það.“

Fann klám á Twitter

„Þess vegna leitaði ég í klámið og það var auðvelt að finna það. Ég var aðallega á Twitter! Já, rosa venjulegt en akkúrat það sem höfðaði til mín. Ég elska að horfa á raunverulegar konur og að fantasían snúist um gleði konunnar. Endaþarmsmök og gróft kynlíf heillar mig ekki. Svo er ég ekki fyrir hópkynlíf þar sem það snýst allt um typpin.“

Mikilvægt að hlusta á líkamann

„Í kringum 34 vikur var ég að horfa á klám á hverjum degi. Þetta var orðin hefð. Eftir slíka stund með sjálfri mér var ég uppfull af orku og gleði. Stundum hafði ég áhyggjur af því að þetta væri orðin fíkn en ég jafnaði mig fljótt á því. Það er nefnilega erfitt að vera ólétt. Það er streituvaldandi og ekki hægt að hundsa þann veruleika. Ég var mjög meðvituð um líkama minn og þurfti að læra að treysta honum. Hluti af því var að fylgja hvötunum mínum. Öll okkar skynjun er í hámarki á þessum tíma þess vegna er mikilvægt að hlusta á líkamann og fylgja flæðinu.“

mbl.is