Adam og Ástrós tilkynntu kynið

Adam Karl Helgason og Ástrós Traustadóttir eiga von á stúlku.
Adam Karl Helgason og Ástrós Traustadóttir eiga von á stúlku. Eggert Jóhannesson

Dansarinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir og kærasti hennar, Adam Karl Helgason, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau héldu kynjaveislu um helgina með sínum nánustu þar sem þau tilkynntu kyn barnsins og eiga þau von á lítilli stúlku. 

Ástrós og Adam birtu fallegar myndir og myndskeið á Instagram reikningum sínum þar sem þau buðu upp á fallega köku með bleiku kremi og sprengdu blöðru sem var full af bleiku skrauti. 

Ástrós hefur gert það gott í dansheiminum og kom meðal annars fram í þáttunum Allir geta dansað, en nú er hún í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir eru á Stöð 2.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is