Lítil systir á leiðinni

Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og Albert Guðmundsson eiga von á lítilli …
Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og Albert Guðmundsson eiga von á lítilli stúlku á næsta ári. Skjáskot/Instagram

Lítil stúlka er á leiðinni hjá knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni og kærustu hans, Guðlaugu Elísu Jóhannsdóttur. Parið greindi frá því að þau ættu von á sínu öðru barni á sunnudag, og í dag sagði Guðlaug frá því að hún gengi með litla stúlku. 

Albert leikur með Genoa á Ítalíu og hefur spilað með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu. Hann var hins vegar ekki valinn í hópinn fyrir komandi landsleiki. 

Fyr­ir eiga Al­bert og Guðlaug tveggja ára gaml­an son, hann Guðmund Leó, sem er nefnd­ur í höfuðið á afa sín­um, íþróttaf­rétta­mann­in­um Guðmundi Bene­dikts­syni, bet­ur þekkt­ur sem Gummi Ben. Litla systir er væntanleg í heiminn í febrúar á næsta ári.

mbl.is