Barnauppeldið áskorun eftir skilnaðinn

Olivia Wilde.
Olivia Wilde. AFP

Leikkonan og leikstjórinn Olivia Wilde segir uppeldi barna hennar og leikarans Jason Sudeikis hafa orðið ansi snúið eftir að þau hættu saman. Það hafi hins vegar kennt henni margt og að hún hafi kynnst nýrri hlið á börnum sínum í kjölfarið.

Wilde og Sudeikis hættu saman árið 2020 eftir að hafa verið trúlofuð í sjö ár. Saman eiga þau soninn Otis sem er átta ára og dótturina Daisy sem er 5 ára.

Wilde var gestur Kelly Clarkson í spjallþætti hennar á dögunum þar sem þær ræddu meðal annars um kvikmynd hennar Don't Worry Darling. 

„Ég hef fengið tækifæri til að eiga mjög djúp samtöl við börnin mín um tilfinningar og hamingjuna, hvað fjölskylda sé og ástina,“ sagði Wilde. „Ég er í raun búin að fá að kynnast þeim á ólíkan hátt. Þau eru alltaf í forgangi, þeirra heilsa og hamingja,“ sagði Wilde og bætti við að þau Sudeikis hafi verið sammála um að setja börnin fyrst. 

mbl.is