Zuckerberg-hjónin eiga von á þriðja barninu

Íslandsvinurinn og forstjóri Meta, Mark Zuckerberg, og eiginkona hans Priscilla …
Íslandsvinurinn og forstjóri Meta, Mark Zuckerberg, og eiginkona hans Priscilla Chan eiga von á þriðju stelpunni á næsta ári.

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, og eiginkona hans Priscilla Chan eiga von á sínu þriðja barni saman. 

Zuckerberg deildi fréttunum með heiminum á Instagram, sem er í eigu Meta, í dag. 

Fyrir eiga þau hjónin, sem heimsóttu einmitt Ísland í sumar á tíu ára brúðkaupsafmæli sínu, tvær dætur. Maxima Chan Zuckerberg er fædd í desember 2015 og Agust Chan Zuckerberg er fædd í ágúst 2018. 

Hjónin eiga von á þriðju stelpunni, sem væntanleg er í heiminn á næsta ári.

View this post on Instagram

A post shared by Mark Zuckerberg (@zuck)

mbl.is