Vill ekki ráða fóstru í fullt starf

Söngkonan Katy Perry.
Söngkonan Katy Perry.

Söngkonan Katy Perry segist ekki vilja ráða barnfóstru fyrir dóttur sína og leikarans Orlando Bloom, Daisy, í fullt starf af því annars myndi hún ekki kunna að hugsa um sitt eigið barn. Perry vinnur mikið og hefur alltaf unnið mikið, en nær þó að taka sér góð frí inn á milli. 

Íslandsvinkonan opnaði sig um uppeldi dóttur sinnar í hlaðvarpsþættinum Smartless á dögunum. 

„Ég er með æðislega barnfóstru, en hún er ekki í fullu starfi, því mér líður eins og ef ég væri með hana í fullu starfi þá myndi ég aldrei læra hvað er best fyrir dóttur mína,“ sagði Perry. Þegar hún er ekki vinnunni þá er hún mamma í fullu starfi. 

„Það skiptir ekki máli þó ég hafi verið að vinna til ellefu kvöldið áður, ég vakna klukkan sex með henni og við borðum morgunmat saman. Og já já, ég skelf af þreytu, en ég er mamma í dag,“ sagði Perry.

Perry nær þó ekki að eyða öllum stundum með dóttur sinni og talaði um hversu sárt það væri að heyra hana segja ný orð sem hún kenndi henni ekki. „Hún er tveggja ára og lærir ný orð á hverjum degi. Um daginn sagði hún nokkur orð sem ég kenndi henni ekki, og ég bölvaði því smá og fann hversu sárt það var,“ sagði Perry.

Perry og Bloom eignuðust sitt fyrsta barn saman fyrir tveimur árum, en fyrir átti Bloom einn son. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert