Baldwin-hjónin eignuðust sjöunda barnið

Alec Baldwin og Hilaria Baldwin eignuðust dóttur hinn 22. september.
Alec Baldwin og Hilaria Baldwin eignuðust dóttur hinn 22. september. AFP

Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans Hilaria eignuðust dóttur 22. september síðastliðinn. Stúlkan er sjöunda barn hjónanna en áttunda barn leikarans þar sem hann átti fyrir eina dóttur.

Hilaria birti fallega færslu á instagramreikningi sínum þar sem hún tilkynnti gleðifregnirnar. Stúlkan hefur þegar fengið nafnið Ilaria Cataline Irena, en í færslunni sagði Hilaria að systkini Ilariu hefðu eytt deginum í að kynnast henni og bjóða hana velkomna á heimilið. 

Baldwin-fjölskyldan er orðin ansi stór, en litla stúlkan bætist í stóran systkinahóp sem samanstendur af Carmen níu ára, Rafael sjö ára, Leonardo fimm ára, Romeo fjögurra ára, Eduardo 23 mánaða og Luciu 18 mánaða, ásamt Ireland Baldwin 26 ára, en hana átti Alec með fyrrverandi eiginkonu sinni Kim Basinger.

Alec og Hilaria með barnaskarann.
Alec og Hilaria með barnaskarann. ANGELA WEISS
mbl.is