Íslandsvinkona á von á barni

Tommy Fury og Molly Mae.
Tommy Fury og Molly Mae. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan Molly Mae á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Tommy Fury. Parið kynntist í raunveruleikaþáttunum Love Island, en þau enduðu í öðru sæti í fimmtu þáttaröð og hefur ást þeirra heldur betur blómstrað síðan þá. 

Mae kom nýverið til Íslands, en hún fór meðal annars í myndatöku í Sky Lagoon og gæddi sér á hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Hún birti skemmtilegt myndband frá ferðalaginu á Youtube-rás sinni sem hefur fengið góðar viðtökur.

Mae og Fury tilkynntu gleðifregnirnar á Instagram-reikningum sínum með afar fallegu myndskeiði sem netverjar virðast yfir sig hrifnir af.

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

Mae hefur áður talað opinskátt um erfiðleika sína tengda endómetríósu sem er krónískur, fjölkerfa- og fjölgenasjúkdómur sem getur valdið miklum sársauka og ýmsum heilsufarsvanda, svo sem ófrjósemi. Hún opnaði sig fyrst um sjúkdómsgreiningu sína árið 2021 og hefur sýnt ör eftir aðgerðir sem hún hefur gengist undir til að draga úr einkennum vegna sjúkdómsins. 

mbl.is