Lítill bróðir á leiðinni

Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson ásamt dóttur sinni Elísu. Nú …
Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson ásamt dóttur sinni Elísu. Nú er ljóst að lítill bróðir mun bætast í fjölskylduna.

Fótboltaparið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eiga von á litlum dreng. Parið á nú von á sínu öðru barni saman og opinberaði kynið í veislu um helgina. 

Fyrir eiga þau Fanndís og Eyjólfur dótturina Elísu sem verður tveggja ára í febrúar á næsta ári. 

Fann­dís hef­ur spilað með landsliðinu í fót­bolta og Val, en hún sleit kross­band und­ir lok síðasta árs og hef­ur því ekk­ert spilað á ár­inu. Eyj­ólf­ur spil­ar með ÍR í 2. deild karla.

Barna­vef­ur­inn ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is